Létt einangruð yfirbygging
Við bjóðum upp á allar stærðir létteinangraða yfirbygginga fyrir bíla frá 3500 kg til 26000kg sömuleiðis fyrir festi- og tengivagna.
Yfirbygging og fáanlegur búnaður:
Hliðar og þak samlokur gerðar úr polyester plötum með einangrun á milli
Burðarvirki er gert úr beygðu galvanhúðuðu stáli
Á gófi er val um vatnsvarinn þilfarskrossvið, gólf með epoxy og grófri áferð eða álplötu
Afturgafl ryðfrítt stál
Frágangur í kringum hurðir úr rústfríu stáli
Horn og burðarvirki að utan úr rafhúðuðu áli
Að aftan lokað með hurðum eða lyftublaði og hlera
Innfelld LED ljós í lofti með rofa í ökumannshúsi eða rofi með tímaliða í yfirbygginunni
Að innan við gólf 30 cm hár ál listi til að hlífa hliðum
Styrking í framgafli til varnar höggum frá brettalyfturum
Gerð bindirenna eftir óskum kaupanda utan á liggjandi eða að hluta innfelldar
Undirakstursvörn í hliðum
Verkfærakistur úr plasti eða rústfríu stáli
Bakkmyndavélar
Litaval eftir RAL kerfinu fyrir bíla, tengi- og festivagna
Festingar í gólfi
Stigar undir hurðum
Frágangur í samræmi við reglur um gerð og búnað ökutækja
Aurhlífar plast eða rústfrítt stál
Ýmsar gerðir hliðarhurða allt að 8,6m. Hurðirnar eru mjög stöðugar, vandaðar og haldast lokaðar þó bíllinn sé skakkur eða gamall
Vörulyftur frá: 500kg – 3000kg
Stál-eða álblöð frá lengd 1,6m – 2,4m
Þráðlausar fjarstýringar
Val á litum eftir RAL kerfinu