Fyrirtækið G. Skaptason ehf sérhæfir sig í yfirbyggingum og búnaði fyrir flutningabíla og vöruvagna.
Helstu samstarfsaðilar eru Igloocar, sem er leiðandi pólskur framleiðandi í yfirbyggingum fyrir bíla og vagna, Krone sem er einn stærsti framleiðandi vöruvagna í Evrópu og Loadlok sem sérhæfir sig í ýmsum búnaði tengdum flutningum.

IGLOOCAR hóf innreið sína á íslenska markaðinn 2017 en hefur verið á Skandinavíska markaðnum frá árinu 2004 og þekkir kröfur markaðarins vel.
Við bjóðum yfirbyggingar fyrir bæði stóra og litla bíla frá 3500kg – 26000kg svo og flutningavagna af ýmsum stærðum og gerðum.

bill fors 2Viðskiptamódelið okkar er einfalt viðskiptavinurinn kemur með bílinn og við sjáum um yfirbygginguna, vörulyftu, kæla eða það sem viðskiptavinurinn er að leita að – það er að segja heildarlausn.
Viðskiptavinurinn getur einnig komið með undirvagn eftirvagns (tengi- eða festivagna) til yfirbyggingar. Við getum einnig aðstoðað við að útvega undirvagna. Hér bjóðum við einnig upp á heildarlausnir.

Flutningabílar - festivagnar - tengivagnar
Það sem við getum boðið er:
    *Létteinangraðar yfirbyggingar fyrir bíla frá 3500 kg til 26000kg með eða án hurða, einnig fyrir festi- og tengivagna
    *Kælikassa (FNA) fyrir bíla frá 3500kg til 26000kg með eða án hurða, einnig fyrir festi- og tengivagna
    *Frystikassa (FRC) fyrir bíla og frystivagna einangraða að - 20 gráður. FRC vottorð fæst fyrir allar stærðir bíla / festivagna / tengivagna.

Við bjóðum viðskiptavinum okkar fullan frágang frá verksmiðju Igloocar í Póllandi, það er hagkvæm lausn sem hentar mörgum viðskiptavinum.
Á meðal viðskiptavina má nefna Íslandspóst, ISAM ehf, Banana ehf, Ó Johnson & Kaaber, Nói-Siríus hf og Eimskip.
Við bjóðum kæla, vörulyftur , hitunarbúnað og skilrúm frá þekktum birgjum svo sem Thermo King, Carrier, Webasto, Loadlok, Palfinger, Bar, Dhollandia svo einhverjir séu nefndir.

Joomla templates by a4joomla